Verk Shoplifter, hvort sem um er að ræða skúlptúra, veggmyndir eða staðbundnar innsetningar, ýmist unnin úr gervihári eða náttúrulegu hári, fjalla um fyrirbæri á borð við hégóma, sjálfsmynd, tísku, fegurð og goðsagnir poppmenningarinnar.

Í hennar huga er hárið hinn fullkomni þráður þar sem það vex af  sjálfum líkamanum og sá efniviður til sköpunar sem næstur er upprunanum. Hárið er leið einstaklingsins til að skilgreina sjálfan sig og oft einnig miðill til listrænnar tjáningar. Húmorinn er mikilvægur þáttur í lífi hennar og verkum, oft er hann lúmskur en stundum tekur hann yfir.

IMG_7590.JPG

Hrafnhildur býr tímabundið á Íslandi en hluti af þeirri tímafreku vinnu sem gerð verkanna er, fer fram á vinnustofu hennar í Reykjavík. Við vinnuna er hráefnið, sem er ýmist nælonhár, plast eða annað gerfiefni, unnið með ýmiskonar hefðbundinni textíltækni s.s. flosi, rýja, þæfingu, hnútum, fléttum og saumaskap en efnið er líka í sumum tilvikum hitað, brennt, brætt, litað eða málað. Þegar ákjósanlegri þykkt og áferð hefur verið náð eru búnar til voðir eða mottur, dúskar, kaðlar, bönd og annað sem nýtt verður til að skapa hið endalega listaverk. Sá efniviður sem þannig er orðinn til verður fluttur norður á Blönduós þar sem honum verður umbreytt í þúfur, plöntur, skófir, blóm, runna, tré, steina, vörður, kletta o.s.frv. Verkunum verður dreift um Hrútey með ákveðnum áherslupunktum þannig að þegar gengið verður um eyna verða á vegi manns lundir, flatir eða lautir sem listin hefur yfirtekið og við blasa óvæntir og ónáttúrulegir gestir í annars mjög náttúrulegu umhverfi Hrúteyjar. Þannig skapar Hrafnhildur togstreitu milli þess raunverulega í landslaginu og þeirrar mjúku og lúmsku innrásar sem verkin eru þegar þau gera tilraun til að villa á sér heimildir í ríki náttúrunnar. 

Meðal nýjustu verkefna Shoplifters má nefna einkasýningar í Kulturhuset í Stokkhólmi, Kiasma - Þjóðarlistasafni Finna (2019), Listasafni Íslands (2017), Walt Disney Concert Hall í Los Angeles (2017) og Queensland Art Gallery of Modern Art í Ástralíu (2016). Meðal annarra eftirtektarverðra verkefna og viðurkenninga má nefna innsetningu í glugga MOMA, Museum of Modern Art in New York (2008) sem hún vann í samstarfi við art collective assume vivid astro focus (avaf), Norrænu textílverðlaunin og orðu prins Eugen sem sænski konungurinn veitir fyrir sérstakt afrek á sviði lista (2011). Hrafnhildur hefur lengi verið meðal helstu samstarfsmanna Bjarkar Guðmundsdóttur og hefur m.a. séð um útlit söngkonunnar og grafískt útlit nokkurra stórra verkefna hennar. Viltu sjá meira frá Shoplifter? Ýttu hér.

press to zoom
press to zoom
press to zoom
press to zoom
press to zoom
press to zoom
press to zoom
press to zoom
press to zoom
1/2

Eftirfarandi aðilar styrktu verkefnið

SL_nordurland_V-02=litid.jpg
Screenshot 2021-08-11 at 12.38.42.png
myndstef-logo-vefur.jpg
Myndlistarsjodur_logo-litid.jpg
Kjorbudin.jpg

Samstarfsaðilar verkefnisins voru

Blönduósbær

Íslandsstofa

Textílmiðstöð Íslands og

Þekkingarsetur á Blönduósi