NAFLI JARÐAR Hjálmar Stefánsson

Hjálmar Stefánsson fæddist árið 1913 á Smyrlabergi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu. Hann hlaut nokkra menntun og stundaði ýmsa vinnu á yngri árum, m.a. fylgdi hann Kjarval þegar málarinn var á ferð um Norðurland vestra. Hjálmar var alla tíð einfari og átti lengi við vanheilsu að stríða. Rúmlega þrítugur að aldri flutti hann á Blönduós og tók að mála myndir af mikilli ástríðu. Hann var bókhneigður og eftir hann liggur óútgefið handrit með hugleiðingum, Nafli jarðar. Hjálmar lést árið 1989. Hjálmar telst til alþýðulistamanna þar sem hann var ómenntaður í listinni. Þó bera verk hans ekki eingöngu einkenni naívískrar nálgunar því í mörgum þeirra er að finna sterk einkenni módernískrar myndgerðar. Hjálmar hefur haft einstaklega næmt auga fyrir litum og litasamsetningum og margar mynda hans eru algjörar perlur. Að sýningunni lokinni verður bróðurpartur myndanna færður Safnasafninu á Svalbarðsströnd til varðveislu.

No items found.